Landsbankinn fjármagnar Thor Data Center

Starfsmenn Thor Data Center.
Starfsmenn Thor Data Center.

Landsbankinn hefur skrifað undir fjármögnunarsamning við Thor Data Center. Lánið mun nýtast til frekari uppbyggingar félagsins við kaup á nýjum gagnagámi. 

Gagnaver Thor Data Center byggist á sérútbúnum  gámaeiningum sem  hýsa gögn og gagnavinnslu fyrirtækja.  Fram kemur í tilkynningu, að eftir að nýi gámurinn verður kominn í gangið hafi afkastageta gagnaversins margfaldast og muni félagið geta annað hýsingarþörf fleiri stórra fyrirtækja.

Thor Data Center var stofnað árið 2009 og var gagnaverið tekið í notkun  vorið 2010. Thor Data Center  er eina gagnaverið sem starfrækt er á Íslandi og byggir þjónusta þess á umhverfisvænni raforku.  Meðal helstu viðskiptavina Thor Data Center er norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK