Óttast kreppu á hrávörumarkaði

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, varar við því að það sama ...
Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, varar við því að það sama geti gerst á hrávörumarkaði og gerðist á fjármálamarkaði Reuters
Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hvetur til þess að eftirlit með spákaupmennsku verði hert en hann telur að spákaupmennska sé einn aðalorsök verðhækkana á matvælum og eldsneyti í heiminum. Auka þurfi eftirlit með viðskiptum á hrávörumarkaði.

Að sögn forsetans hefur verið unnið hart að því að auka hagvöxt í heiminum í kjölfar fjármálakreppunnar. Helsta ógn vaxtar sé hins vegar spákaupmennska sem hækki allan kostnað. 

Í næstu viku mun Sarkozy eiga fund með landbúnaðarráðherrum tuttugu helstu iðnríkja heims, (G-20). Sarkozy telur að herða eigi reglur sem gilda á fjármálamörkuðum enda sé markaður á reglna enginn markaður. Það sem olli fjármálakreppunni geti endað með því að valda sömu ósköpum á hrávörumarkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir