Ísland snýr aftur

Már Guðmundsson.
Már Guðmundsson.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir við Dow Jones fréttaveituna, að atburðir síðustu vikna og mánaða að íslenska efnahagskerfið sé orðið starfhæft að nýju. Þetta hafi verið staðfest í júní þegar íslenska ríkið stóð fyrir alþjóðlegu skuldabréfaútboði að fjárhæð 1 milljarður dala.  

„Ég er frekar ánægður með hvernig tókst til við skuldabréfaútboðið," segir Már við Dow Jones en hann er staddur á árlegri ráðstefnu frönsku stofnunarinnar  Cercle des Economistes.

„Þetta sendi umheiminum boð um að við glímum ekki lengur við gjaldeyrisskort. Við höfum snúið aftur."

Már segir einnig, að þótt Ísland þurfi ekki á frekari fjármögnun að halda eins og er sé ekki útilokað að leitað verði á lánsfjármarkað á næstu mánuðum ef tækifæri gefst. 

Líkur á vaxtahækkun

Már segir að vaxandi verðbólga sé helsta áhyggjuefnið nú en hún sé töluvert yfir markmiðum. Það komi á óvart að sjá verðbólgu aukast svona snemma í endurreisnarferlinu en hugsanlega hafi íslenskt stjórnvöld ofmetið umfang samdráttarins.  

Hann segir að stýrivextir muni fylgja í kjölfar verðbólgunnar og lítil hætta sé á, að fjármagnið verði of dýrt.  

„Þegar og ef við hækkum vexti verður um að ræða hækkun á nafnvöxtum en raunvextir hafa lækkað," segir hann. Raunvextir hafi verið 1,5% í febrúar, 0,5% í júní og séu nú 0.  

„Hann segist ekki sjá fyrir umtalsverða hækkun vaxta, að minnsta kosti ekki í upphafi en erfitt sé að sjá fyrir hvað gerist í ágúst og september.  Líkur á vaxtahækkun hafi hins vegar aukist. 

Þá segir Már, að stjórnvöld á Íslandi fylgist grannt með þróun mála í Grikklandi enda gæti niðurstaðan þar haft áhrif á það hvort Íslendingar taki ákvörðun um að taka upp evru eða ekki.  

„Það gæti leitt til meiri stöðugleika að vera hluti af evrusvæðinu," segir Már. En á hinn bóginn séu brotalamir bæði í Evrópusambandinu og á evrusvæðinu sem skuldakreppan í Grikklandi og fleiri löndum hefur afhjúpað.

Frétt Dow Jones

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK