Forstjóri S&P hættir

Douglas Peterson tekur við sem forstjóri S&P í næsta mánuði
Douglas Peterson tekur við sem forstjóri S&P í næsta mánuði Reuters

Forstjóri matsfyrirtækisins Standard & Poor's, Deven Sharma, er að hætta sem forstjóri fyrirtækisins en einungis nokkrar vikur eru liðnar frá því fyrirtækið lækkaði lánshæfiseinkunn bandaríska ríkisins. Er það í fyrsta skipti í sögunni sem matsfyrirtæki lækkar einkunn ríkissjóðs úr AAA. 

Í kjölfar lækkunarinnar hefur hlutabréfaverð í heiminum sveiflast mikið til og frá. Meðal annars vegna ótta fjárfesta um heilbrigði bandarísks efnahagslífs.

Sharma fer tímabundið í annað starf hjá S&P en mun hætta störfum hjá S&P í lok árs. Framkvæmdastjóri Citibank, Douglas Peterson, tekur við starfi forstjóra S&P.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú starfsaðferðir S&P í kjölfar lækkunar á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.

Peterson, 53 ára,  tekur við starfi forstjóra þann 12. september nk.

Sharma, 55 ára, verður aftur á móti í sérverkefnum fram að áramótum, segir í tilkynningu frá stjórnarformanni félagsins.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir