Beðið eftir fregnum af evru-svæðinu

Reuters

Margar af helstu hlutabréfavísitölum Asíu og Eyjaálfu hækkuðu í nótt eftir lækkun fyrst er viðskipti hófust. Bíða fjárfestar nú eftir fregnum af áætlun leiðtoga Evrópuríkjanna um hvernig taka eigi á skulda-kreppunni sem hrjáir stórar hluta álfunnar.

Í Sydney í Ástralíu hækkaði hlutabréfavísitalan um 0,35%, Seúl 0,30% og Sjanghaí um 1,40%.

Hins vegar lækkaði Nikkei hlutabréfavísitalan í Tókýó um 0,16% og það sem af er degi hefur Hang Seng hlutabréfavísitalan lækkað lítillega á markaði í Hong Kong.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK