Beðið eftir vaxtaákvörðun

Kauphöllin í Lundúnum
Kauphöllin í Lundúnum Reuters

Fremur rólegt var í kauphöllinni í Lundúnum í dag en fjárfestar í Bretlandi munu væntanlega veðja á niðurstöðu vaxtaákvörðunar peningastefnunefndar Englandsbanka og Seðlabanka Evrópu á fimmtudag.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100-vísitalan um 0,40%, í Frankfurt lækkaði DAX 30-vísitalan um 0,29% og í París hækkaði CAC-vísitalan um 0,04%.

Flestir gera ráð fyrir að Englandsbanki muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum en þeir hafa verið 0,50% í þrjú ár. Hafa þeir aldrei í sögu bankans verið jafnlágir. Eins er gert ráð fyrir að Seðlabanki Evrópu haldi sínum vöxtum óbreyttum en þeir eru 1%.

Englandsbanki ákvað í síðasta mánuði að dæla 50 milljörðum punda inn í fjármálakerfið til viðbótar við þá fjárhæð sem hefur þegar verið sett í umferð, alls 325 milljarðar punda.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir