Stefnt að skráningu Sjóvár

Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár
Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár

 Hagnaður Sjóvár nam 642 milljónum króna á síðasta ári. Stefnt er að skráningu félagsins í Kauphöllina.

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. héldu aðalfund sinn í dag. Á fundinum var ársreikningur fyrir árið 2011 samþykktur. Rekstur ársins var í takti við áætlanir hjá félaginu.

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir í tilkynningu:

„Afkoma Sjóvár á árinu 2011 var í takti við áætlanir. Hagnaður ársins nam 642 m.kr. og var eigið fé samstæðunnar í árslok 2011 12.934 millj. kr. og eiginfjárhlutfallið 34,5%. Gjaldþolshlutfall móðurfélagsins styrktist mikið á árinu, var 3,57, aðlagað gjaldþolshlutfall var 2,73 og hækkaði úr 1,83 frá árslokum 2010. Í lok síðasta árs námu heildareignir samstæðunnar 37.540 millj. króna. Sjóvá er því vel fjármagnað vátryggingafélag,“ segir Hermann í fréttatilkynningu.

Stjórn félagsins var endurkosin en hana skipa:

Erna Gísladóttir stjórnarformaður, Tómas Kristjánsson varaformaður, Haukur C. Benediktsson, Heimir V. Haraldsson og Ingi Jóhann Guðmundsson.

Varamenn voru kosnir:

Garðar Gíslason, Birgir Birgisson, Eiríkur S. Jóhannsson, Axel Ísaksson og Jón Diðrik Jónsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir