Heildareignir lífeyrissjóðsins komnar í 345 milljarða

Frá fyrri ársfund Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Frá fyrri ársfund Lífeyrissjóðs verslunarmanna. mbl.is/Golli

Ávöxtun Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) á árinu 2011 var 8,3% sem samsvarar 2,9% raunávöxtun. Hrein ávöxtun, það er þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá hreinum fjármunatekjum, var 8,2% sem samsvarar 2,8% hreinni raunávöxtun.

Þetta er fyrir neðan þá viðmiðun sem lífeyrissjóðum er sett til lengri tíma litið, sem er 3,5% raunávöxtun. Hrein raunávöxtun síðustu fimm ár var -3,8% og síðustu tíu ár 2,8%. Hrein raunávöxtun sjóðsins síðustu tuttugu árin var 4,5%.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu LV sem var kynnt á ársfundi sjóðsins í gær.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir