Spila rússneska rúllettu með undirstöðugrein

„Það getur verið þrautin þyngri að skilja á milli góðu ...
„Það getur verið þrautin þyngri að skilja á milli góðu hugmyndanna og þeirra slæmu á gullöld vitleysinganna sem glundroðinn skapar,“ segir Þráinn Eggertsson. mbl.is/Styrmir Kári

„Það er t.d. algjörlega óskiljanlegt að þjóð sem er allt að því á barmi glötunar skuli spila rússneska rúllettu með undirstöðugrein eins og sjávarútveginn, með óundirbúnu og vanhugsuðu fikti með skatt- og gjaldheimtu af greininni.“

Þetta segir Þráinn Eggertsson hagfræðingur í viðtali við Morgunblaðið. Í því segir hann að hagkerfi Íslands hafi næstum því verið austurþýskt fram undir árið 2000 og stjórnmálamenn úthlutað því sem þeir gátu.

Þráinn segir Íslendinga hafa verið illa undir það búna að fara úr handstýrðu hagkerfi í opið og það skýri hvernig fór fyrir því. Hann segir þunga skatta slæma en óvæntar skattbreytingar enn verri.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir