Telur einhliða upptöku færa leið

Manuel Hinds
Manuel Hinds

Manuel Hinds, ráðgjafi stjórnvalda í El Salvador, segir að það sé raunhæfur kostur fyrir Ísland að taka einhliða upp erlendan gjaldmiðil. Hann segir það ekki rétt sem haldið hefur verið fram að það kosti mikla fjármuni að stíga slíkt skrefi.

Hinds sagði þetta á fundi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka í morgun.

El Salvador tók einhliða upp bandaríkjadollar sem gjaldmiðil landsins fyrir um 10 árum síðan. Sú ákvörðun hefur að dómi Hinds treyst efnahagskerfi landsins í sessi og bætt lífskjör alls almennings. Áður en þessi ákvörðun var tekin áttu stjórnvöld í El Salvador í óformlegum viðræðum við stjórnvöld í Bandaríkjunum.

Hinds ræddi við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands í gær þar sem hann áréttaði nauðsyn þess að lífskjör almennings og ævisparnaður venjulegs fólks væri tryggður með gjaldmiðli sem héldi gildi sínu þrátt fyrir áföll og sveiflur í hagkerfinu.

„Vandamál El Salvador var það nákvæmlega sama og á Íslandi. Allt of dýrt að eiga sína eigin mynt,“ sagði Hinds á fundi VÍB í morgun. Hann sagði að gjaldeyrisáhætta væri kostnaðarsöm fyrir Ísland þar sem krónan væri mjög áhættusöm. Það væri mjög dýrt að borga 7-15% vexti fyrir það eitt að hafa krónu. Hann benti á að landsframleiðsla Íslands jafnaðist á við örfáar götur á Manhattan og spurði fundarmenn hvort þeir sæju fyrir sér sjálfstæða mynt þar eða í London.

Twitter af fundinum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK