9 milljóna hagnaður hjá RÚV

Útvarpshúsið við Efstaleiti.
Útvarpshúsið við Efstaleiti. mbl.is/Árni Sæberg

Hagnaður Ríkisútvarpsins ohf. á reikningstímabilinu 1. september 2011 til 29. febrúar 2012 var 9 milljónir króna sem er í samræmi við áætlanir félagsins. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 5.660 milljónum króna, bókfært eigið fé í lok reikningstímabilsins er 746 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins er 13,2%.

Góður árangur náðist á tímabilinu við að hækka hlutfall dagskrár- og framleiðslukostnaðar af rekstrartekjum, segir í fréttatilkynningu. Það fór í 71% en var í síðasta árshlutauppgjöri 64%.

Heildartekjur RÚV námu 2.728 milljónum í fyrra og hækkuðu um liðlega 200 milljónir milli ára. Auglýsingatekjur RÚV í fyrra námu 970 milljónum en 820 milljónum árið 2010. RÚV greiddi 856 milljónir í laun í fyrra, þar af voru laun ellefu helstu stjórnenda stofnunarinnar 57,8 milljónir.

Langtímaskuldir RÚV námu liðlega 3,2 milljörðum um síðustu áramót. Heildarskuldir eru um 4,9 milljarðar.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir