Töluverð lækkun í Asíu

Frá kauphöllinni í Tókýó.
Frá kauphöllinni í Tókýó. Reuters

Töluverð lækkun varð í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag en við lokun nam lækkun dagsins 1,02%. Er skýringin m.a. sögð vera efasemdir um að lán sem veita á spænskum bönkum nái að leysa evrukrísuna.

Fjárfestar höfðu fagnað um helgina er ljóst var að spænskir bankar myndu fá aðstoð frá evrulöndunum. Hins vegar hefur lítið frést af samkomulaginu frá því um helgina og ekkert fast í hendi um hvernig það verði útfært. Því eru fjárfestar varkárir í dag.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir