Undirbúa sig fyrir stríðið gegn gosdrykkjum

Gosdrykkir má ekki selja í umbúðum sem rúma meira magn …
Gosdrykkir má ekki selja í umbúðum sem rúma meira magn en sem nemur 16 únsum í New York frá og með fimmtudeginum. MARIO TAMA

Grillhús, barir og kaffihús New York-borgar eru nú í óðaönn að búa sig undir yfirvofandi aðgerðir yfirvalda gegn sykruðum gosdrykkjum. Þessar breytingar má sjá víða í borginni. Reglur um hámarksmagn gosdrykkja taka í gildi á fimmtudaginn.

Sumir veitingastaðir hafa brugðið á það ráð að panta minni glös. Dunkin' Donuts-keðjan bendir viðskiptavinum sínum nú á að þeir þurfi sjálfir að blanda sætu- og bragðefnum í kaffið sitt. Coca Cola hefur þegar prentað út stór veggspjöld þar sem nýju reglurnar eru útskýrðar og keilusalur nokkur hefur gripið til þess ráðs að pressa gulróta- og rófusafa, sem hann markaðssetur sem annan valkost við sykruðu gosdrykkina.

Aðrir veitingastaðir ætla að bíða og sjá hvort dómstólar ógildi eða fresti banninu. Margir búa sig þó undir að þurfa að prenta nýja matseðla og breyta verðinu á risa popp-og-kók tilboðum.

Á Brother Jimmy's BBQ munu viðskiptavinur enn geta keypt margarítur í könnu, kokteila í risastórum krukkum og risavaxna skammta af rifjum, en mega ekki kaupa 24-únsu (710 ml) glös af gosi, þar sem nýju reglurnar banna sölu á gosdrykkjum í stærri einingum en sem nemur 16 únsum (473 ml).

„Allt sem við gerum er svo stórt, þannig að pínulítil 16 únsu glös munu líta frekar undarlega út,“ segir Josh Lebowitz, eigandi Brother Jimmy's BBQ. Engu að síður pantaði hann 1.000 glös af þeirri stærð fyrir veitingastaðinn sinn, frekar en að taka slaginn og eiga von á háum sektum. „Á meðan við megum bera fram bjór í stærri einingum verður allt í lagi.“

Bjórdrykkjufólk þarf ekki að hafa áhyggjur, því bannið nær ekki til áfengra drykkja. Orkudrykkir og ávaxta-smoothie með viðbættum sætuefnum þurfa hins vegar að lúta banninu.

Borgaryfirvöld segja bannið hugsað til að berjast gegn offitu í borginni, en hlutfall of feitra hefur hækkað úr 18 í 24 prósent á einum áratug. Heilbrigðisyfirvöld benda á að risavaxnir sykraðir gosdrykkir hafa sama hitaeiningamagn og hamborgari á skyndibitastað, en fólk verði ekki eins satt af drykkjunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK