Saltævintýrið heldur áfram

Margrét Þórhildur Danadrottning er nú í heimsókn hér á landi. …
Margrét Þórhildur Danadrottning er nú í heimsókn hér á landi. Tækifærið var nýtt til að koma áleiðis rúmlega 200 ára gömlu máli sem tengist saltuframleiðsluppbyggingu hér á landi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Forsetaembættið kom í gær bréfi saltgerðarmannanna Garðars Stefánssonar og Søren Rosenkilde áleiðis til Danadrottningar, en þar er óskað eftir því að 226 ára loforð um styrk frá dönsku hirðinni sé uppfyllt. Garðar segir í samtali við mbl.is að hirðmarskálkur konungsfjölskyldunnar hafi tekið á móti bréfinu og tekið vel í þetta mál.

Eins og mbl.is greindi frá um helgina fundu þeir félagar gömul skjöl í danska ríkisskjalasafninu þar sem hverjum þeim sem kæmi upp saltvinnslu og þá sérstaklega á Reykhólum var lofað styrk frá konungsfjölskyldunni. Í ljósi þess að Danadrottning kom í heimsókn hingað til lands sáu þeir tækifæri á að koma bréfinu áleiðis gegnum íslenska embættismenn og tók forsetaembættið það að sér.

Garðar segir gaman að vita til þess að vel hafi verið tekið í beiðnina og segir gott að íslenskir embættismenn séu til í að vinna að framgangi íslenskra fyrirtækja á mismunandi vettvangi. Hann vonast svo eftir því að þeir félagar muni fá svar frá konungsembættinu fljótlega, en væntanlega þurfa lögfræðingar hirðarinnar að kafa vandlega ofan í gömul skjöl til að komast að niðurstöðu hvort og í hvaða formi slíkur styrkur yrði.

Frétt mbl.is: Sækja 226 ára styrk til drottningar

Garðar og Søren á danska ríkisskjalasafninu að leita að upprunalegu …
Garðar og Søren á danska ríkisskjalasafninu að leita að upprunalegu skjölunum.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK