Nokkur ár í að hægt verði að ákveða hvort leggja skuli sæstreng

Paul Johnson, forstöðumaður þróunar hjá National Grid, var fenginn hingað ...
Paul Johnson, forstöðumaður þróunar hjá National Grid, var fenginn hingað til lands því hann vinnur hjá helsta raforkufyrirtæki Bretlands og hefur áratuga reynslu af lagningu og rekstri sæstrengja. mbl.is/Rósa Braga

Paul Johnson, forstöðumaður þróunar hjá breska raforkufyrirtækinu National Grid, segir að lagning sæstrengs á milli Íslands og Bretlands til að flytja raforku sé spennandi verkefni og mælir með því að löndin hefji viðræður um að koma því á koppinn.

Takast þurfi á við ýmsar áskoranir, t.d. þurfi að leggja strenginn á miklu dýpi, en þetta sé hægt og ætti að vera til hagsbóta fyrir bæði löndin, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að það sé langur vegur að fara áður en hægt sé að taka ákvörðun um hvort rétt sé að ráðast í verkið. Það taki tvö, þrjú ár að kanna málið. Hann bendir á að um sé að ræða annars vegar pólitískan samning á milli landanna tveggja og hins vegar viðskiptasamning.

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir