Telur Evrópusambandið ósjálfbært

Evrópusambandið er „ósjálfbært“ í núverandi mynd og ákvörðun breskra kjósenda að segja skilið við sambandið er einungis ein birtingarmynd þeirra erfiðleika sem það glímir við. Þetta er mat alþjóðlega matsfyrirtækisins Standard & Poor's.

Fyrirtækið gagnrýnir það fyrirkomulag innan Evrópusambandsins að ríki þess „deili“ fullveldi sínu þar sem sambandið taki sér vald yfir ýmsum málum ríkjanna af handahófi. Fyrir vikið sé sambandið of laustengt og þar af leiðandi ekki sjálfbært. Erfitt sé að gera ráð fyrir því hvernig þróun mála innan Evrópusambandsins kunni að verða og of margt sem gæti haft áhrif á það hver pólitísk og efnahagsleg þróun sambandsins kann að verða.

Fram kemur í frétt breska viðskiptablaðsins City A.M. að Standard & Poor's bætist þar með í hóp margra fræðimanna og stjórnmálamanna innan Evrópusambandsins sem hafi kallað eftir því að samrunaþróunin innan sambandsins héldi annaðhvort áfram eða yrði að laustengdara sambandi „pólitísks og efnahagslegs sambandsríkis“.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK