20.000 króna munur á Hagkaup og Tesco

Úr vefverslun Hagkaupa. Varan er ekki lengur í vefversluninni.
Úr vefverslun Hagkaupa. Varan er ekki lengur í vefversluninni. Skjáskot

„Maður á bara ekki orð. Ég hef oft séð mikla álagningu en ekki svona mikla,“ segir Jóhanna Ýr Ólafsdóttir en í vikunni vakti hún athygli á Lego-kassa sem kostaði 26.999 í Hagkaupum en tæp 45 pund í vefverslun Tesco eða um 6.259 íslenskar krónur. Færsla Jóhönnu á Facebook hefur vakið mikla athygli og verið deilt næstum því þrjú hundruð sinnum.

Með færslunni fylgja þrjú skjáskot; úr vefverslun Hagkaupa, vefverslun Toys R Us og vefverslun Tesco. Í Hagkaup kostar kassinn eins og fyrr segir 26.999 krónur en 11.999 krónur í Toys R Us á sérstöku tilboði. Hann var fyrir á 19.999 krónur. Þá kostaði nákvæmlega sama vara 44,99 pund í vefverslun Tesco.

Í samtali við mbl.is segir Jóhanna þó að eftir að hún birti færsluna á þriðjudaginn hafi varan verið lækkuð í vefverslun Hagkaupa í 17.999 krónur. Nú hefur hún hinsvegar verið tekin þaðan út.

Jóhanna segist alltaf fara til útlanda til þess að kaupa m.a. leikföng handa börnunum sínum. Hún segir það margborga sig. Hún segir að það sé ekki hægt að kenna tollum, virðisauka og flutningskostnaði um þennan rúmlega 20.000 króna mun og veltir fyrir sér hvort  afnám tolla sé að skila sér til neytenda.

„Það er verið að hamast í stjórnmálamönnum um að gera eitthvað í þessum verðmun en lítið breytist. En það virðist sem það séu verslunareigendurnir sem bera sökina.“

Uppfært klukkan 15.10

Í skriflegu svari frá Gunnari Inga Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Hagkaupa, við fyrirspurn mbl.is segir að verðið á vörunni skýrist af heildsöluverði frá heildsala sem er Duplo ehf. Að sögn Gunnars hefur það greinilega verið úr takti við raunveruleikann þó svo að gengismál geti mögulega spilað eitthvert hlutverk en vissulega ekki svona mikið. Í svarinu segir jafnframt að varan sé ekki lengur til hjá Hagkaupum. 

„Við munum fara yfir þessi verðmál með heildsala enda okkur mikið hjartans mál að hafa verð á leikföngum sem lægst og halda verslun í landinu,“ segir í svari Gunnars. 

Hér má sjá sömu vöru í vefverslun Tesco, á 44,99 …
Hér má sjá sömu vöru í vefverslun Tesco, á 44,99 pund. Skjáskot úr vefverslun Tesco
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK