Íslenskt eldsneyti fær Svansvottun

Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, afhenti Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra ...
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, afhenti Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra SORPU, svansvottunina á haustráðstefnu Svansins. Aðsend mynd

Íslenska eldsneytið metan hlaut í dag norræna umhverfismerkið Svaninn og er þar með fyrsta íslenska eldsneytið til að hljóta slíka vottun. Umhverfismerkið tekur til alls lífsferils metans sem framleitt er af SORPU og er m.a. staðfesting á að framleiðsla og notkun eldsneytisins stuðlar að lágmarkslosun gróðurhúsalofttegunda. Þá er orkunotkun í framleiðsluferlinu haldið í lágmarki og komið í veg fyrir sóun eins og kostur er. Vottunin er háð því að eldsneytið mæti sjálfbærniviðmiðunum Evrópureglugerðar um endurnýjanlega orkugjafa og kröfum um gæði eldsneytisins.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sorpu. 

Þar segir að metangasframleiðsla í Álfsnesi sem hófst árið 2015 samsvari ríflega 2 milljónum bensínlítra og notkun þess í stað jarðefnaeldsneytis sparaði um 33.000 tonn af CO2. Um 1.400 ökutæki nýta í dag metan sem eldsneyti en samanlagt er sótspor þeirra aðeins á við 14 bensínbíla og sótmengun nánast engin.

Árið 2018 hefst starfsemi fyrstu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar á Íslandi, hjá SORPU í Álfsnesi. Metanvinnsla SORPU mun þá aukast til muna og heildarframleiðslan frá stöðinni og urðunarstaðnum duga til að knýja um 7-8.000 metanbíla. Auk þess mun stöðin skila um 10-12.000 tonnum af jarðvegsbæti sem nýta má til uppgræðslu lands.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir