Skattaundanskot mein á samfélaginu

Benedikt Jóhannesson, nýr fjármála- og efhanagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, nýr fjármála- og efhanagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aflandsfélög og skattaskjól er meinsemd sem þarf að vinna gegn og uppræta með öllum hætti. Þegar það kemur að skattaundanskotum er það ekki endilega umfangið sem skiptir máli heldur það að möguleikinn sé til staðar sem veldur óánægju hjá þeim sem borga alla sína skatta. Þetta kom fram í ávarpi Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra á Skattadegi Deloitte sem fram fór í dag.

Hugsa um að lækka tryggingagjaldið

Í ávarpi sínu, sem var fyrsta ávarp Benedikts sem fjármála- og efnahagsráðherra fór hann yfir helstu áherslur í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar sem varða tekjuöflun ríkisins.  Nefndi hann til dæmis aðgerðir til þess að einfalda skattumhverfi einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja með lækkun tryggingagjalds í huga. „Við erum að hugsa um að lækka tryggingagjaldið í öruggum skrefum. Við getum ekki sagt til um hversu stór þau eiga að vera,“ sagði Benedikt. „En þegar við horfum á stóru myndina sést að þetta er afar stór skattstofn og ég skil vel að menn hafi verið tregir til að lækka hann.“

Þá nefndi hann einnig áherslu á að koma á samræmdu kerfi grænna skatta og sagði þá skipta miklu máli enda þjóðhagslega hagkvæmir. „Menn þurfa þá að borga meira eftir því sem þeir menga. Það verður til þess að reynt verði að nota þá orkugjafa sem menga mest minnst og þannig græðum við öll,“ sagði Benedikt.

Benedikt talaði einnig um hugmyndir þess efnis að hækka frítekjumark …
Benedikt talaði einnig um hugmyndir þess efnis að hækka frítekjumark vegna vinnu eldri borgara og sagði það ekki hafa verið heppilegt þegar að frítekjumarkið var lækkað á sínum tíma. „Við ætlum að reyna að hækka það og sjá hvað það kostar. En við græðum öll á því. Þjóðfélagið græðir á því að fleiri vinna og ríkið græðir á því að fleiri greiði skatta.“ mbl.is/Ómar Óskarsson

Benedikt talaði einnig um hugmyndir þess efnis að hækka frítekjumark vegna vinnu eldri borgara og sagði það ekki hafa verið heppilegt þegar að frítekjumarkið var lækkað á sínum tíma. „Við ætlum að reyna að hækka það og sjá hvað það kostar. En við græðum öll á því. Þjóðfélagið græðir á því að fleiri vinna og ríkið græðir á því að fleiri greiði skatta.“

Hann nefndi einnig gjaldtöku í ferðaþjónustu, t.d. með bílastæðagjöldum, markaðssetningu veiðigjalds og endurskoðun ráðstöfun innflutningskvóta.

„Engir óvinir landbúnaðarins“

Talaði hann að á meðan fyrri ríkisstjórn beitti aðgerðum sem felast í því að vernda stöðu íslensk landbúnaðs mun nýja ríkisstjórnin taka aðra stefnu og hugsa meira um að „vernda íslenska neytendur. Nefndi hann samninga sem munu auka innflutning frá vörum Evrópusambandsins sem gengur í gildi seinna á árinu sem leiðir til góðs úrvals á góðu verði sem skiptir máli að sögn Benedikts. „Við erum engir óvinir landbúnaðarins en það skiptir máli fyrir lífskjör á Íslandi að hér sé hægt að kaupa fjölbreyttar vörur á samkeppnishæfu verði,“ sagði Benedikt.

„Við erum alltaf að keppa við útlönd um fólk, ekki bara ungt íslenskt fólk heldur einnig fólk af erlendu bergi brotið. Til þess að fólk vilji búa hér  þurfa lífskjör að vera eins og í löndum í kringum okkur og þessar áætlanir eru hluti af því.“

„Við erum engir óvinir landbúnaðarins en það skiptir máli fyrir …
„Við erum engir óvinir landbúnaðarins en það skiptir máli fyrir lífskjör á Íslandi að hér sé hægt að kaupa fjölbreyttar vörur á samkeppnishæfu verði,“ sagði Benedikt. mbl.is/Styrmir Kári

Opna bókhaldið í mars

Benedikt fór einnig yfir áætlaðar aðgerðir hans sem nýs ráðherra, þar á meðal endurskoðun peningastefnu sem á að ljúka á árinu og endurskoðun eigendastefnu í fyrirtækjum ríkisins.

Þá er stefnt að í mars verði byrjað að opna bókhald ráðuneyta og stofnanna. Bókhaldið verður birt á netinu  en umfangið er um 50 milljarðar króna af reikningum sem birtir verða á ársgrunni. Benedikt sagði það mjög mikilvægt. „Við eigum að hugsa þannig að við erum að vinna fyrir almenning og þeir eiga heimtu á að vita í hvað er eytt,“ sagði ráðherrann.

Hann nefndi einnig losun fjármagnshafta sem stefnt er að ljúki á árinu. Sagði hann þá markvissu áætlun sem hafi verið í gangi síðustu þrjú ár gengið býsna vel. „Það sem eftir er eru leifar af þessari snjóhengju sem nemur um 190 milljörðum króna. Það þarf að losna við hana með einhverjum hætti og er það lokaáfanginn í losun fjármagnshafta. Við þurfum að hugsa síðan hvað svo og hvort að atburðarrásin 2007 og 2008 gæti endurtekið sit. Þetta þurfum við að hugsa um.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK