Sölu á Nova er lokið

Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova.
Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sölu fjarskiptafyrirtækisins Nova er lokið, en í tilkynningu frá bandaríska eignastýringarfyrirtækinu Pt Capital Advisors segir að félagið eigi nú 50% hlut í Nova, á móti fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, og stjórnendum félagsins, forstjóranum Liv Bergþórsdóttur og forstöðumanni tæknisviðs, Jóakim Reynissyni.

Ekki er gefið upp hvernig eignarhlutir Novator og stjórnendanna skiptast, en samkvæmt upplýsinum frá Novator er Novator þar í meirihluta.

„Í febrúar sl. kom fram að Novator hefði samþykkt að eiga áfram aðild að félaginu, enda Nova sem fyrr áhugaverður fjárfestingarkostur, auk þess sem Novator vildi styðja við stjórnendur Nova, sem höfðu ákveðið að fjárfesta áfram í félaginu.Engin áform eru um að selja hlut Novators á næstunni,“ segir í skriflegu svari Ragnhildar Sverrisdóttur talsmanns Novator við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Fjármagnað með lánsfé og hlutafé

Kaupverðið í viðskiptunum er trúnaðarmál, en samkvæmt upplýsingum frá Gísla Val Guðjónssyni, forstöðumanni sérhæfðra fjárfestinga hjá Íslenskum verðbréfum, sem voru Pt. Captial Advisors til ráðgjafar í ferlinu, voru kaupin fjármögnuð bæði með lánsfé og hlutafé. „Fjárfestirinn er framtakssjóður (e. private equity firm) eins og kemur fram í tilkynningu þeirra. Hlutafé þeirra er ekki fjármagnað með íslensku lánsfé,“ segir Gísli Valur spurður um nánari útskýringar á fjármögnun kaupanna og hvort íslenskt lánsfé væri hluti af viðskiptunum.

Fyrst tilkynnt um kaup á öllu félaginu

Í október síðastliðnum var tilkynnt um kaup Pt. Capital á öllu hlutafé Nova og var kaupverðið samkvæmt heimildum um 16 milljarðar króna.

Morgunblaðið sagði frá því í janúar að þrátt fyrir frétt af sölunni væri samkvæmt heimildum blaðsins leitað að fjárfestum á Íslandi til að taka þátt í kaupunum. Síðar kom í ljós, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu, að enginn af stærstu lífeyrissjóðum landsins ætlaði að taka þátt í kaupunum.

Fyrir kaup Pt. Capital á Nova var Novator stærsti hluthafinn með um 93,7% hlut. Aðrir hluthafar, einkum stjórnendur hjá félaginu, áttu 6,3%.

Pt Capital Advisors er með höfuðstöðvar í Anchorage í Alaska, en stefna félagsins er að fjárfesta á svæðum í kringum heimskautsbaug, þeirra á meðal Alaska, Norður-Kanada, Grænlandi og Íslandi.

Í tilkynningunni segir forstjóri Pt Capital Advisors, Hugh S. Short, að kaupin á Nova séu í samræmi við fjárfestingarstefnu félagsins, sem er að vinna með innlendum og alþjóðlegum fjárfestum á norðurslóðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK