OZ sýnir beint frá kínversku úrvalsdeildinni

Íslenskir fótboltaáhugamenn geta fylgst með leikjum í kínversku úrvalsdeildinni.
Íslenskir fótboltaáhugamenn geta fylgst með leikjum í kínversku úrvalsdeildinni. Ljósmynd/OZ

OZ, sem sérhæfir sig í dreifingu á íþróttaefni út um allan heim, hefur hafið samstarf við IMG sem á sýningarréttinn á Kínversku úrvalsdeildinni. IMG er stærsta dreifingarfyrirtæki í heiminum á íþróttaefni og á meðal annars UFC, sem Gunnar Nelson keppir í.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hugbúnaðarfyrirtækinu OZ. Áhugafólk um knattspyrnu getur nálgast beinar útsendingar frá Kínversku deildinni inn á www.OZ.com eða í gegnum OZ Live snjallforritin. Allar sem skrá sig fá 7 daga frían aðgangspassa. Eftir það er hægt að kaupa dags- og vikupassa.

„Kínverska úrvalsdeildin hefur mikið verið í fréttum undanfarið og þá sérstaklega fyrir þá miklu fjármuni sem félagsliðin hafa verið að borga fyrir leikmenn úr Evrópu. Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur að taka þátt í því að kynna deildina í Evrópu og Ameríku í samstarfi við IMG. Þetta er viðamikið verkefni og mjög spennandi að vinna með einu stærsta fyrirtæki í þessum heimi. Áskrifendur geta horft á beinar útsendingar frá leikjum í deildinni og horft á kynningar- og uppgjörsþætti frá hverri umferð,“ segir Arnar F. Reynisson, yfirmaður sölu- og markaðssviðs OZ.

OZ mun sýna beinar útsendingar frá Kínversku deildinni í 18 löndum, þar á meðal Ameríku, Norðurlöndum, Spáni og Ástralíu. Laugardaginn 17. júní verður í beinni útsendingu leikur Guangzhou Evergrande gegn Guizhou Hengfeng, en Guangzhou Evergrande er ríkjandi meistari.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK