Hættir vegna ásakana um peningaþvætti

Ian Narev hættir þrátt fyrir methagnað.
Ian Narev hættir þrátt fyrir methagnað. AFP

Bankastjóri stærsta banka Ástralíu, the Commonwealth Bank, lætur af störfum á næsta ári en bankinn liggur undir ásökunum um að hafa botið lög um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 

Samkvæmt tilkynningu frá Commonwealth mun Ian Narev bankastjóri starfa út fjárhagsárið 2018. Hann hefur verið undir miklum þrýstingi eftir að fjármálaeftirlit Ástralíu stefndi bankanum fyrir rétt en málsóknin byggist á 53 þúsund tilfellum þar sem bankinn mun hafa farið á svig við lögin. 

Narev tók við starfinu hjá Commonwealth síðla árs 2011. Hann hefur náð að knýja fram góða ávöxtun fyrir fjárfesta og í síðustu viku tilkynnti bankinn methagnað. Hins vegar hefur stjórnartíð hans einkennst af hneykslum vegna fjármálaráðgjafar bankans, tryggingagreiðslna og nú peningaþvættis.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir