Fleiri ferðir en frá öllum borgum Norðurlanda

Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson

Brottfarir flugfélaga í áætlunarflugi frá Keflavík til Norður-Ameríku sumarið 2017 voru 33% fleiri en frá öllum borgum í Skandinavíu samanlagt á sama tímabili, samkvæmt tölum sem Isavia tók saman fyrir ViðskiptaMoggann. Samtals voru 216 brottfarir á viku frá Keflavík en 162 brottfarir samtals frá öllum borgum Skandinavíu. Brottförum frá Keflavík hefur fjölgað um rúmlega 80% frá árinu 2015.

Icelandair er atkvæðamest í Norður-Ameríkufluginu með 134 brottfarir á viku, en næst kemur WOW air með 59 ferðir. Áfangastaðirnir eru 21 talsins.

Sé litið til hinna Norðurlandaþjóðanna þá er SAS með flestar brottfarir á viku, en næst á eftir því kemur lággjaldaflugfélagið Norwegian.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að þarna skipti lega Íslands miklu máli. Landið sé mjög vel staðsett milli Evrópu og Norður-Ameríku og viðskiptamódel Icelandair og WOW air, að bjóða tengiflug á milli heimsálfanna, geri það að verkum að þessum áfangastöðum hafi fjölgað mikið.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir