Opna verslun á Bíldshöfða fyrir jól

Verslunarhúsnæðið á Bíldshöfða.
Verslunarhúsnæðið á Bíldshöfða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rúmfatalagerinn opnar nýja verslun að Bíldshöfða 20 þar sem íþróttavöruverslunin Intersport var áður til húsa. Verður hún stærsta verslun fyrirtækisins. 

Þetta staðfestir Magnús Kjartan Sigurðsson, framkvæmdastjóri Rúmfatalagersins í samtali við mbl.is. Verslunin verður opnuð fyrir jól en Magnús segist ekki geta gefið upp tímasetningu að svo stöddu. „ Við ætlum bara að gera góða verslun og opna hana þegar hún er tilbúin.

Verslunarrýmið er 4700 fermetrar, allt á einni hæð, og verður verslunin því stærsta verslun Rúmfatalagersins. Verslunin á Korputorgi var stærri en henni var lokað í maí. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir