Mælir framfarir með víðtækari hætti

Rósbjörg Jónsdóttir.
Rósbjörg Jónsdóttir. mbl.is/Golli

„Vísitalan er verkfæri sem ætlað er að styðja við félagslegar framfarir, hún endurspeglar hvaða árangri við höfum náð,“ segir Rós­björg Jóns­dótt­ir, fulltrúi SPI á Íslandi, sem stendur fyrir morgunverðarfundi um vísi­tölu fé­lags­legra fram­fara (VFF) í Arion banka í fyrramálið. 

VFF er víðtæk vísitala sem byggir á félagslegum og umhverfislegum vísum. Hún var hönnuð af Social Progress Imperative árið 2008 og hefur verið í stöðugri þróun síðan þá. 

„Í margbreytileika 21. aldarinnar þurfum við að horfa til þess að mæla dýpra en hefðbundnir mælikvarðar eins og verg landsframleiðsla sem veita ófullnægjandi mynd af þróun manna og samfélags. Með því að draga fram þennan mælikvarða erum við að horfa á félagslegar framfarir með víðtækari hætti.“

Sem dæmi nefnir Rósbjörg að það að útgjöld til heilbrigðismála segi ekki endilega til um hversu heilbrigð þjóðin sé. VFF gefi til kynna hvar þurfi að forgangsraða. 

Við drögum fram hvernig Íslandi vegnar miðað við önnur lönd í heiminum undir þessum formerkjum. Þeim mun betur sem við stöndum okkur þeim mun betur erum við að nýta fjármunina sem við ráðstöfum til verkefna.

Mest umburðarlyndi á Íslandi

Síðasta úttekt SPI var gerð í sumar og kom þá í ljós að Ísland var í þriðja sæti á eftir Danmörku og Finnlandi. Það er hins vegar í fyrsta sæti þegar kemur að umburðarlyndi. Á fundinum sem hefst kl 8.30 í fyrramálið í Arion banka verður gerð grein fyrir niðurstöðunum og er hann opinn öllum. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir