Forstjóri Landsvirkjunar í falsfréttum

Hörður Arnarson, forstjóri Lansdvirkjunar, kemur fyrir í falsfrétt sem er í dreifingu á Facebook þar sem honum eru eignuð upplogin ummæli um að „þúsundir Íslendinga séu að segja upp störfum“ og að „ríkisstjórnin hafi aldrei verið hræddari.“ 

Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs hjá Landsvirkjun, segist ekki hafa orðið var við svona mál áður og að búið sé að tilkynna falsfréttina til Facebook svo að unnt sé að stöðva dreifingu hennar sem fyrst.  

Nýlega kom upp sambærilegt mál þar sem fullyrt var í falsfrétt að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, hefði opinberað hvernig fólk gæti hætt í vinnunni á 30 dögum og þénað allt að 350 dollara á dag með því að vinna heiman frá sér. 

Skjáskot
mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir