Einkaneysla dragi hagvöxt á næstu árum

mbl.is/Eggert

Greiningardeild Arion banka reiknar með 4,2% hagvexti í ár en að svo taki að hægja á og að hagvöxtur verði milli tvö og þrjú prósent til 2020, sem er nær því sem stenst til lengdar.

Hagspá greiningardeildar var kynnt í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni í morgun. Þar kom fram að einkaneysla muni draga vagninn út spátímann, en einnig verði nokkur fjárfesting. Ferðaþjónusta muni áfram vaxa en hægar en áður og sterk króna og mikill kaupmáttur muni styðja við áframhaldandi innflutningsvöxt

Verulega hægir á vexti fjárfestingar á næsta ári í spá bankans. Hún fer úr 7,8% í ár niður í 1,3% á næsta ári en skríður svo upp á við. 

Kaupmáttur laun styður við áframhaldandi innflutning á vörum og þjónustu. Innflutningur mun áfram aukast en hægja mun á aukningunni á næstu árum. Þá spáir greiningardeild viðskiptaafgangi út spátímann og skiptir þar vöxtur ferðaþjónustu höfuðmáli. Haldist ferðaþjónustan óbreytt á næstu árum, þ.e. ef tekjur af erlendum ferðamönnum standa í stað, er afgangurinn fljótur að breytast í halla. 

Reiknað er með því að verðbólga hækki á spátímanum, nái hámarki í u.þ.b. 3,5% þegar líður á árið 2019 og sígi svo niður á við. Jafnframt er reiknað með því að vextir lækki niður í 3,5% á spátímanum. 

Hagspá greiningardeildar Arion banka

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir