Falið atvinnuleysi hjá eldri hópum

Starfsmenn á vinnumarkaði 55 ára og eldri hafa setið eftir þegar kemur að þeirri miklu fjölgun starfa sem einkennt hefur íslenskan vinnumarkað á síðustu árum, einkum konur.

Þetta kemur fram í efnahagsyfirliti VR en þar segir að niðurstaðan byggi á því að skoða falið atvinnuleysi og þróun þess síðustu ár. Falið avinnuleysi tekur til þeirra sem eru án vinnu en teljast ekki atvinnulausir eða eru í hlutastarfi en vilja vinna meira.

Í yfirlitinu kemur einnig fram að falið atvinnuleysi hafi aukist mikið strax eftir hrun en hefur hins vegar lítið lækkað síðan. Er helsta ástæða þess rakin til þess að falið atvinnuleysi kvenna 55 ára og eldri sé 7% í dag en það hafi að meðaltali verið 3-4% fyrir hrun. Falið atvinnuleysi karla á þessum aldri var 2% fyrir hrun en er núna 4%.

„Það er því ljóst að konur á vinnumarkaði 55 ára og eldri hafa ekki tekið þátt í þeim uppgangi sem ríkt hefur á vinnumarkaði síðustu ár til jafns við aðra.“

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir