Semja við einn stærsta banka Spánar

Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur samið við Ibercaja, einn af stærstu bönkum Spánar, um að innleiða netbankalausnir Meniga.

Rúmlega ein milljón manns hefur nú aðgang að hugbúnaði Meniga í gegnum bankann.

Fyrsta skrefið í innleiðingunni mun leiða af sér nýja og endurbætta snjallsímalausn, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Meniga, og síðar mun bankinn taka í notkun fleiri vörur Meniga 

Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 100. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur 50 milljón manns í 20 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru margir stærstu banka heims, þeirra á meðal Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka