Hampiðjan sækist eftir Mørenot

Ljósmynd/Baldur Arnarson

Hampiðjan er annað tveggja eða eitt þriggja fyrirtækja sem nú bítast um eignarhaldið á norska veiðarfæraframleiðandanum Mørenot. Þetta hefur norski fjölmiðillinn Fiskeribladet eftir heimildarmönnum sínum.

Mørenot hefur um nokkurt skeið verið til sölu og hefur fyrirtækið Saga Corporate Finance haft umsjón með söluferlinu.

Vitað er til þess að ásamt Hampiðjunni muni breski fjárfestingarsjóðurinn HIG Captital falast eftir fyrirtækinu og þá hefur ónafngreint fyrirtæki einnig verið nefnt til sögunnar í því sambandi. Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. 

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir