3,5 tonn af salti til Danmerkur

Forval, sem er í eigu hjónanna Haraldar Jóhannssonar og Fjólu G. Friðriksdóttur, sendi á dögunum 3,5 tonn af íslensku salti til Danmerkur, sem framleitt er af Saltverki á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.

Saltið verður notað í nýja dekur-baðvörulínu Forvals sem markaðssett verður undir nafninu Spa of Iceland. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Varan fer í framleiðslu í þriðju viku mánaðarins,“ segir Fjóla í samtali við ViðskiptaMoggann.

Fjóla og Haraldur hafa nú þegar skrifað undir dreifingarsamninga sem tryggja dreifingu vörunnar í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Við erum búin að vera svo mörg ár í þessum snyrtivöruheimi og búum að góðum samböndum þar. Okkar gömlu samstarfsaðilar tóku okkur vel. Ísland er heitt, og héðan kemur ekki mikið af vörum af þessu tagi.“

Alls verða 14 vörur settar á markað núna. „Þetta verða m.a. tveir líkamsskrúbbar, hvítur freyðandi saltskrúbbur og svartur lava-saltolíuskrúbbur, sem er alveg nýtt og mjög spennandi,“ segir Fjóla og bætir við að baðlínan sé hugsuð sem falleg lína inn á baðherbergið og ætluð fyrir allan líkamann.

Mikil áhersla á vegan-vottun

Forval vinnur alla þróunar- og hönnunarvinnu með dönskum framleiðanda sem er gamall samstarfsaðili Forvals, og framleiddi aðrar vörur fyrir fyrirtækið um 10 ára skeið. „Línan er með vegan-vottun og inniheldur 95% náttúruleg innihaldsefni en við lögðum mikla áherslu á að fá þessa vottun. Það sem er þó mest um vert er að okkur finnst þetta svakalega skemmtilegt verkefni,“ sagði Fjóla að lokum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK