Gjaldeyrisforðinn kostar 17 milljarða

Stærð gjaldeyrisforðans er hæfileg um þessar mundir. Hann gæti verið örlítið minni miðað við forðaviðmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og má búast við að hann lækki eitthvað þegar fram í sækir. Það kostar um 17 milljarða á ári að halda úti forðanum. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við ViðskiptaMoggann.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 130 milljarða króna í fyrra eða 16% og nam í árslok 686 milljörðum króna. Í lok árs svaraði hann til 27% af vergri landsframleiðslu og dugði fyrir innflutningi vöru og þjónustu í 8 mánuði.

„Gjaldeyrisforðinn var nýttur í fyrra til þess að kaupa aflandskrónur með hagnaði og greiða niður skuldir ríkissjóðs. Af þeim sökum var lækkunin skynsamleg ráðstöfun,“ segir Már í samtali við ViðskiptaMoggann en þar má finna nánari umfjöllun um gjaldeyrisforðann. 

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir