Mega fækka dreifingardögum í þéttbýli

Íslandspósti er heimilt að fækka dreifingardögum í þéttbýli, þannig að …
Íslandspósti er heimilt að fækka dreifingardögum í þéttbýli, þannig að hvert heimili fái til sín bréfapóst annan hvern dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Póst- og fjarskiptastofnun telur ekki vera skilyrði fyrir því að breyta þeirri ákvörðun Íslandspósts að fækka dreifingardögum í þéttbýli. Stofnunin birti úrskurðinn á vef sínum í dag, en Íslandspóstur tilkynnti í nóvember að fækka ætti dreifingardögum í þéttbýli frá og með 1. febrúar nk. þannig að hvert heimili í þéttbýli fái til sín bréfapóst annan hvern dag.

Í kjölfarið óskaði Póst- og fjarskiptastofnun eftir því að mögulegir hagsmunaaðilar skiluðu inn athugasemdum vegna þessara fyrirhuguðu breytinga.

Aðeins bárust athugasemdir frá einu fyrirtæki, Póstmarkaðinum, vegna breytinganna en fyrirtækið er söfnunaraðili og afhendir m.a. póst til dreifingar hjá Íslandspósti frá öllum viðskiptabönkunum.

Póst- og fjarskiptastofnun taldi hins vegar ekki vera skilyrði fyrir því að breyta ákvörðun Íslandspósts, þar sem fyrirtækið veiti enn lágmarksgrunnþjónustu samkvæmt lögum. Sagði í úrskurðinum að Íslandspósti bæri þó að endurskoða gjaldskrá sína vegna fækkunar dreifingardaga fyrir 1. júní á þessu ári.

Sambærileg breyting var gerð á dreifingu Íslandspósts í dreifbýli árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK