Samkeppniseftirlitið andmælir samruna Haga og Olís

Hagar keyptu öll hlutabréf í Olís í fyrra með fyrirvara …
Hagar keyptu öll hlutabréf í Olís í fyrra með fyrirvara meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Eggert

Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á öllu hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. og DGV ehf. Kaupsamningarnir voru undirritaðir með fyrirvara 26. apríl í fyrra, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hluthafar höfðu þegar samþykkt kaupin.

Í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins kemur meðal annars fram að það sé frumniðurstaða þess að samruninn muni raska samkeppni og verði ekki samþykktur af Samkeppniseftirlitinu án skilyrða. Hefur stjórn Haga samþykkt að ganga til viðræðna við eftirlitið til úrlausnar þeim þáttum sem taldir eru raska samkeppni og eftirlitið bendir á.

Í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar kemur fram að allar ályktanir í andmælaskjalinu byggi eins og áður segir á frummati Samkeppniseftirlitsins og geti tekið breytingum gefi ný gögn eða sjónarmið tilefni til þess. Hagar vinna nú að því að koma athugasemdum við andmælaskjalið á framfæri en auk þess eru að hefjast sáttaviðræður um málið í von um að hægt sé að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem um ræðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK