Samkeppnishæfni Íslands í beinni útsendingu frá Iðnþingi

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórir ráðherrar og fjölmargir framámenn í íslensku atvinnulífi eru meðal þeirra sem koma fram á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Þar verður sérstök áhersla lögð á samkeppnishæfni Íslands út frá starfsumhverfi, innviðum, nýsköpun og menntun.

Yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Ísland í fremstu röð – eflum samkeppnishæfnina“ en bein útsending frá því hefst klukkan 13:30.

Samhliða þinginu var gefin út skýrsla sem fjallar um samkeppnishæfni Íslands.

Í upphafi þingsins flytja ávörp Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þá eru umræður í fjórum pallborðum sem verður stjórnað af þeim Ingólfi Bender, aðalhagfræðingi SI, og Sigríði Mogensen, sviðsstjóra hugverkasviðs SI. Í lok þingsins flytur Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, erindi. 

Heildardagskrá þingsins má sjá hér að neðan.

Kl. 13.30 ÁVARP

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI

Kl. 13.45 ÁVARP

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Kl. 14.00 VIRKJUM TÆKIFÆRIN

Gestur Pétursson, forstjóri Elkem á Íslandi

Sesselja Vilhjálmsdóttir, stofnandi og forstjóri Tagplay

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Kl. 14.15 FJÁRFESTING Í DAG ER HAGVÖXTUR Á MORGUN

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

Ólöf Helgadóttir, rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu

Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV

Kl. 14.30 MENNTAKERFIÐ ER EKKI EYLAND

Finnur Oddsson, forstjóri Origo

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi

Kl. 14.45 LEITIN AÐ STÖÐUGLEIKA

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Eva Hlín Dereksdóttir, framkvæmdastjóri Raftákns

Kl. 15.00 Áræðni, ný hugsun og djörf framtíðarsýn

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka