Þrjár konur koma nýjar inn í stjórn Símans

Höfuðstöðvar Símans.
Höfuðstöðvar Símans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjár konur munu koma nýjar inn í fimm manna stjórn Símans í kjölfar aðalfundar á fimmtudaginn. Þær eru Helga Valfells, Ksenia Nekrasova og Sylvía Kristín Ólafsdóttir. Fyrir í stjórninni eru Bertrand B. Kan og Birgir Sveinn Bjarnason.

Stjórnarmennirnir verða sjálfkjörnir á aðalfundi. Heiðrún Jónsdóttir og Stefáni Árni Auðólfsson gáfu ekki kost á sér annað tímabil. Sigríður Hrólfsdóttir, stjórnarformaður Símans, féll frá hinn 8. janúar.

Nekrasova starfar sem ráðgjafi en var áður framkvæmdastjóri á sviði fjarskipta, fjölmiðlunar og tækni hjá UBS Investment Bank í London. Sylvía Kristín er deildarstjóri Jarðvarmadeildar Landsvirkjunar og Helga er framkvæmdastjóri Crowberry Capital GP sem fjárfestir í sprotum.

Síminn greindi frá því í tilkynningu til Kauphallar í gær að stjórn félagsins hefði borist bréf frá Eaton Vance Management með tillögu um að félagið skipaði tilnefningarnefnd fyrir stjórn og verður tillagan lögð fyrir aðalfundinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK