Straumhvörf í arðseminni

Meet in Reykjavík var stofnað árið 2012 af Reykjavíkurborg, Icelandair …
Meet in Reykjavík var stofnað árið 2012 af Reykjavíkurborg, Icelandair Group og Hörpu ásamt nokkrum hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að sögn Þorsteins Arnar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Meet in Reykjavík, eru straumhvörf að verða í arðsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu.

„Ef eitthvað þarf að vera áberandi umræðuefni í samfélaginu þá er það þetta, enda stendur ferðaþjónustan undir 43% af okkar útflutningstekjum,“ segir Þorsteinn í ViðskiptaMogganum í dag.

Hann segir að eitt af því sem hægt sé að gera til að spyrna við fótum sé að auka vægi svokallaðra MICE-ferðamanna til landsins en það eru ferðamenn sem koma til að taka þátt í ráðstefnum, fundum, hvataferðum eða sýningum. „Þeir geta haft töluvert vægi í því að auka arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu.“

Í umfjöllun um mál þetta í blaðinu í dag bendir Þorsteinná að ef hlutfall MICE-ferðamanna ykist um eitt prósentustig miðað við 2,5 milljón ferðamenn, eins og spár gera ráð fyrir árið 2018, þýddi það 3,5 milljarða í auknum útflutningstekjum.



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK