Helgi ráðinn framkvæmdastjóri GAMMA í London

Helgi Bergs tekur við sem framkvæmdastjóri London-skrifstofu GAMMA.
Helgi Bergs tekur við sem framkvæmdastjóri London-skrifstofu GAMMA. Ljósmynd/GAMMA

Starfsfólki GAMMA hefur verið greint frá því að Helgi Bergs muni taka við sem framkvæmdastjóri London-skrifstofunnar en hann stýrði áður skrifstofunni í Zürich.

Þetta kemur fram í viðtali við Valdimar Ármann sem birtist í ViðskiptaMogganum í dag. 

„Helgi hefur áratuga reynslu af erlendum fjármálamörkuðum, en hann stýrði meðal annars fjárfestingabankastarfsemi Kaupþings frá London á árunum 2005 til 2008,“ segir Valdimar. „Áður en hann kom til starfa hjá GAMMA stýrði hann miðlunarstarfsemi verðbréfafyrirtækisins Birwood í London,“ segir Valdimar. 

Inntur eftir því hvort til standi að draga úr umfanginu á starfsstöðvum í New York og London, segir Valdimar að í rauninni hafi þegar verið dregið úr starfseminni. „Það var gert samhliða lokuninni í Sviss að draga úr umsvifunum erlendis og starfsmannafjölda á erlendu skrifstofunum. Eins og staðan er núna eru tveir starfsmenn í New York og fimm í London. Skrifstofan í London verður kjarnaskrifstofan erlendis. Það er hægt að nýta London betur sem Evrópumiðstöð, fremur en að opna lítil útibú eins og í Sviss. Því fylgir of mikill kostnaður og vinna.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK