Arðgreiðsla Íslandsbanka 13 milljarðar

mbl.is/Ófeigur

Á aðalfundi Íslandsbanka í gær var samþykkt að 13 milljarðar króna af hagnaði ársins 2017 yrðu greiddir í arð til hluthafa en bankinn hefur þá greitt um 76 milljarða króna til hluthafa í arð frá árinu 2013.

Stjórn bankans var einnig fengin heimild til að kalla til sérstaks hluthafafundar síðar á árinu þar sem tillaga um greiðslu arðs af hagnaði fyrri rekstrarára kann að vera lögð fram.

Árið 2017 greiddi bankinn 9,5 milljarða króna í skatta og þar af námu bankaskattur og aðrir sértækir skattar 4,5 milljörðum króna. 

Íslands­banki hagnaðist um 13,2 millj­arða króna á síðasta ári sam­an­borið við 20,2 millj­arða árið áður. Var mun­ur­inn sagður skýr­ast af ein­skiptis­tekj­um af sölu Borg­un­ar í hlut­um í Visa Europe árið 2016. 

Nýlega samþykkti Landsbankinn að greiða út arð að fjár­hæð 24,8 millj­arða króna á ár­inu 2018. Arion banki greiddi 25 milljarða króna arð til hluthafa sinna en þar af var 17,1 milljarði ráðstafað til kaupa á eigin bréfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka