Segir OPEC hafa keyrt upp olíuverð

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað OPEC-samtökin um að hafa keyrt upp olíuverð.

„Olíuverðið er of hátt, OPEC er við sama heygarðshornið. Ekki gott!“ skrifaði Trump á Twitter.

Olíuverð náði hámarki í maí. Margir bíða spenntir eftir niðurstöðu fundar olíuráðherra OPEC-ríkjanna sem verður haldinn 22. júní.

OPEC-ríkin ákváðu í síðasta mánuði að auka framboð á olíu um eina milljón tunna á dag til að bregðast við mikilli hækkun olíuverðs.

Trump sakaði OPEC einnig í mars um að hafa keyrt upp olíuverð.

Ökumenn í Flórída dæla bensíni á bílana sína.
Ökumenn í Flórída dæla bensíni á bílana sína. AFP
mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir