Vilja liðka fyrir leigu á húsnæði

„Ástandið er þannig á markaðinum í dag að fólk getur …
„Ástandið er þannig á markaðinum í dag að fólk getur átt von á að þurfa að sækja um fjölda íbúða áður en það fær eign við hæfi, og getur verið hausverkur að halda utan um umsóknirnar,“ segir Vignir Már Lýðsson. mbl.is/Árni Sæberg

Fjártæknifyrirtækið Leiguskjól hefur um nokkurt skeið boðið leigjendum og leigusölum upp á húsaleiguábyrgð, sem komið getur í stað þess að leigjandi leggi fram hefðbundna tryggingu í formi tveggja eða þriggja mánaða leigu. Í sumar tekur fyrirtækið þátt í Startup Reykjavík á vegum Arion banka og verður tækifærið notað til að skoða grundvöll ýmissa nýrra fjármálaafurða tengdra leigumarkaðnum.

„Við gefum út ábyrgð sem leigusali getur sótt í ef tjón verður á húsnæðinu af völdum leigutaka, eða ef vanskil verða á leigu, en leigjandinn greiðir mánaðarlegt iðgjald af ábyrgðinni og er gjaldið í mörgum tilvikum lægra en ef greiddir væru yfirdráttarvextir af sömu upphæð,“ segir Vignir Már Lýðsson, framkvæmdastjóri Leiguskjóls, en upphæð gjaldsins og afgreiðsla ábyrgðarinnar tekur mið af lánshæfismati umsækjandans skv. mælingu Creditinfo.

Eins og flestir vita hefur leiguverð á Íslandi hækkað töluvert á undanförnum árum og ekki allir sem eiga auðvelt með að reiða fram tryggingu í reiðufé. Vignir segir að Leiguskjól henti bæði þeim sem eiga ekki upphæðina tiltæka og þeim sem vilja einfaldlega ekki binda svo háa fjárhæð inni á bankareikningi í umsjá leigusalans. „Leigusalinn nýtur líka ávinnings enda fær hann samkeppnisforskot á markaðinum ef hann getur boðið húsnæði til leigu án þess að þurfa að krefjast tryggingafjár frá leigjendum. Raunar er þetta þróunin í dag; að leigusalar og leigufélög erlendis keppast um að bjóða húsaleigu með þessum hætti,“ segir Vignir og minnir á að lögum samkvæmt verður leigusalinn að leggja tryggingaféð inn á bankabók og skila leigjandanum vöxtunum þegar leigutíma lýkur. „Stór leigufélög geta því jafnvel verið með fleiri hundruð milljónir króna af tryggingafé á sínum herðum en mega ekki ráðstafa því á nokkurn hátt eða fjárfesta. Ávinningurinn er lítill sem enginn en umstangið sem þessu fylgir getur verið töluvert.“

Umsækjendum gefin einkunn

Vignir segir að húsaleiguábyrgðin sé aðeins fyrsta þjónustan af mörgum sem fyrirtækið hyggist bjóða upp á. „Núna vinnum við að því að smíða nýjan vettvang á netinu til að leiða saman leigutaka og leigusala. Um er að ræða vefsíðu sem virkar í meginatriðum ekki ósvipað og hefðbundinn leiguvefur, en léttir notendum lífið á ýmsa vegu,“ útskýrir Vignir.

Nánari umfjöllun er að finna í Viðskiptamogganum sem kom út 14. júní.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK