TM sendir frá sér afkomuviðvörun

Tryggingarmiðstöðin gerir ráð fyrir 200 milljóna króna tapi í stað ...
Tryggingarmiðstöðin gerir ráð fyrir 200 milljóna króna tapi í stað 500 milljóna króna hagnaðar í afkomuviðvörun vegna annars árfjórðungs. Eggert Jóhannesson

Tryggingarmiðstöðin sendi í dag til Kauphallarinnar afkomuviðvörun fyrir annan ársfjórðung. Í tilkynningunni segir að afkoman verði umtalsvert verri en rekstrarspá félagsins gerði ráð fyrir en verri afkomu má rekja til óhagstæðrar þróunar á verðbréfamörkuðum auk aukningar í tjónkostnaði.

Félagið gerir ráð fyrir 200 milljóna króna tapi í stað 500 milljóna króna hagnaðar í rekstrarspánni. Fjárfestingatekjur verða um 315 milljónir króna í stað 620 milljóna króna í spánni og samsett hlutfall um 109% (spá 100%).

Uppfærð rekstrarspá fyrir næstu fjóra ársfjórðunga verður birt samhliða birtingu uppgjörs 2. ársfjórðungs 23. ágúst nk.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir