Marriott rís við Keflavíkurflugvöll

Reisa á 150 herbergja hótel í nágrenni Keflavíkurflugvallar.
Reisa á 150 herbergja hótel í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar Bragi Bárðarson

Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott-flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Fjármögnun hótelsins er að fullu lokið og verður fyrsta skóflustungan tekin í dag. Framkvæmdir hefjast strax í kjölfarið.

Capital Hotels, sem rekur fjögur hótel í Reykjavík og eitt í Borgarnesi, verður sérleyfishafi nýja hótelsins. Aðaltorg ehf. er byggingaraðili verkefnisins og hyggst félagið reisa fjölbreytt verslunar- og þjónusturými í grennd við hótelið.

Courtyard-hótel Marriott eru staðsett við helstu flugvelli Evrópu en þau eru rúmlega 1.100 talsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK