Tap Heimavalla 235 milljónir á 2. fjórðungi

Heimavellir.
Heimavellir. mbl/Arnþór Birkisson

Leigu­fé­lagið Heima­vell­ir tapaði 235 millj­ón­um króna á öðrum árs­fjórðungi. Um millj­arðs hagnaður var á sama tíma­bili í fyrra. Mun­ar þar mestu að mats­breyt­ing fjár­fest­ing­ar­eigna var nei­kvæð um 194 millj­ón­ir króna á síðasta árs­fjórðungi en já­kvæð um 1,7 millj­arða fyr­ir ári. Rekstr­ar­hagnaður fyr­ir mats­breyt­ingu nam 522 millj­ón­um króna, sam­an­borið við 320 millj­ón­ir á þriðja árs­fjórðungi í fyrra.

Á fyrstu sex mánuðum árs­ins var tap Heima­valla 136 millj­ón­ir króna. Rekstrartekjur tímabilisins námu 1.833 milljónum króna og rekstr­ar­hagnaður var 1.056 millj­ón­ir króna fyr­ir mats­breyt­ing­ar. Fjárfestingareignir voru seldar fyrir 1.537 milljónir króna á fyrri árshelmingi og nam söluhagnaður þeirra 111 milljónum króna.

Vaxtaberandi skuldir Heimavalla námu 36 milljörðum króna í lok tímabilsins. Eigið fé var 18,6 milljarðar króna og eiginfjárhluthfallið var 32,1% í lok júní.

Guðbrand­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Heimavalla, seg­ir í afkomutilkynningu að upp­gjörið sé í takt við áætlan­ir, góður tekju­vöxt­ur sé milli ára og veru­leg hlut­falls­lækk­un á rekstr­ar­kostnaði. „Endurskipulagning fasteignasafnsins gengur vel og á fyrri hluta þessa árs voru seldar fasteignir fyrir 1.537 millljónir króna. Frá byrjun júlí sl. er búið að samþykkja kauptilboð fyrir um 1.490 milljónir króna og þá hefur félagið tekið ákvörðun að bæta nýjum íbúðum við þetta verkefni. Gert er ráð fyrir að sala íbúða skili félaginu áframhaldandi söluhagnaði á síðari helmingi þessa árs. Félagið hefur notað sumarið til að undirbúa endurfjármögnun á langtímaskuldum sem er fyrirhugað að hrinda í framkvæmd á næstu mánuðum," segir Guðbrandur.

Fjárfestakynning Heimavalla

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK