Ríkisstjórn Argentínu leitar til AGS

Gengi gjaldmiðla á stórum skjá í Buenos Aires í dag. …
Gengi gjaldmiðla á stórum skjá í Buenos Aires í dag. Pesóinn hefur hrunið um 40% gagnvart öðrum myntum það sem af er ári. AFP

Ríkisstjórn Argentínu hefur óvænt óskað eftir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) veiti henni lán að andvirði 50 milljarða Bandaríkjadala, fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Efnahagsvandræði og verðbólga hafa plagað Argentínumenn undanfarið og á þessu ári hefur virði argentínska pesóans rýrnað um 40%.

Í ávarpi sínu í dag sagði forseti Argentínu, Mauricio Macri, að því fyrr sem ríkisstjórnin fengi fjármunina, því betra, þar sem það drægi úr óvissu og yki traust markaða. Forsetinn sagði að yfirvöld hefðu komist að samkomulagi við AGS um að lánveitingunni yrði flýtt.

Mauricio Macri, forseti Argentínu, hefur óskað eftir því að AGS …
Mauricio Macri, forseti Argentínu, hefur óskað eftir því að AGS greiði út lán sem komist var að samkomulagi um í maímánuði. AFP

Komist var að samkomulagi um skilmála lánsins í maí síðastliðnum, en þá sagði forsetinn að hann byggist við því að efnahagur ríkisins tæki við sér og bjóst ekki endilega við því að þurfa að leysa út lánið.

Það að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í maí varð til þess að forsetinn sætti gagnrýni, en AGS er víða illa liðinn í Argentínu og kennt um efnahagshrunið sem varð þar árið 2001, eftir að AGS neitaði frekari ríkisstjórn landsins um frekari lánveitingar.

Frétt BBC um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka