Leiguverð atvinnuhúsnæðis hækkaði um 45% á 5 árum

Smáralind.
Smáralind. mbl.is/Eggert

Áætluð meðalleiga á atvinnuhúsnæði hækkaði um 45% milli áranna 2012 til 2017 samkvæmt ársreikningum þriggja stærstu fasteignafélaganna. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Kemur þar einnig fram að leiguverð íbúðarhúsnæðis hafi hækkað um 47% á sama tímabili. Eru hækkanirnar töluvert yfir verðbólgunni sem mælist 13% á tímabilinu.

Frá árinu 2012 til 2017 hefur áætluð meðalleiga á hvern fermetra hækkað að meðaltali um 8% á milli ára og um 45% í heildina. Mest var heildarhækkunin yfir tímabilið hjá Eik, 53% en minnst hjá Reitum, 40%.

Öll árin var áætluð meðalleiga á fermetra hæst hjá Regin sem meðal annars á húsnæði Smáralindar og stendur á bak við uppbyggingarverkefni við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. Lægst hefur meðalleigan verið hjá Eik sem hefur þó frá 2015 nálgast áætlaða meðalleigu Reita.

Rétt er að benda á að fasteignafélögin eru með atvinnuhúsnæði til leigu sem er misvel staðsett, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni og tekur leiguverð vitanlega mikið mið af því.

„Sambærileg hækkun hefur verið á áætluðu leiguverði atvinnuhúsnæðis og leiguverði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Hækkun leiguverðs íbúðarhúsnæðis nam 47% yfir tímabilið. Einungis Eik hækkaði hlutfallslega meira,“ segir í Hagsjá Landsbankans sem má í heild sinni lesa hér.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK