Fossar fá kauphallaraðild að Nasdaq í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, segir að starfsemin eflist með ...
Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, segir að starfsemin eflist með aðild að kauphöllum Nasdaq í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Ljósmynd/Aðsend

Fossar markaðir hf. hafa fengið aðild að kauphöllum Nasdaq í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Með því eru Fossar fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið í meira en áratug til að tengjast erlendum kauphöllum beint með þessum hætti.

Fram kemur í tilkynningu, að fyrirtækið geti frá og með mánudeginum 17. september, átt bein og milliliðalaus viðskipti með öll verðbréf sem skráð eru í Nasdaq Copenhagen og Nasdaq Stockholm kauphallirnar.

Þá segir að markaðsviðskipti hafi frá stofnun Fossa markaða árið 2015 verið kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Síðan hafi fyrirtækjaráðgjöf og sértæk þjónusta við fagfjárfesta bæst við starfsemina samhliða uppbyggingu á þjónustu fyrir viðskiptavini á mörkuðum víðs vegar um heiminn. Fossar eru með aðgang og samstarfssamninga við erlendar sjóðastýringar og greiningarfyrirtæki, auk aðgangs að fjárfestingakostum úti um allan heim hvort sem það er beinn markaðsaðgangur að kauphöllum eða aðgangur að sjóðastýringum.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir