Vöruviðskipti óhagstæð um 15,1 milljarð

Aukið verðmæti í útflutningi iðnaðaravara skýrir hækkunina á verðmæti vöruútflutnings …
Aukið verðmæti í útflutningi iðnaðaravara skýrir hækkunina á verðmæti vöruútflutnings í september að mestu en það var 3,8 milljörðum hærra en í fyrra. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir september nam fob-verðmæti vöruútflutnings 48,7 milljörðum króna og fob-verðmæti vöruinnflutnings 63,8 milljörðum króna. Því voru vöruviðskiptin í september óhagstæð um 15,1 milljarð króna. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Verðmæti vöruútflunings í september 2018 var 3,8 milljörðum hærra en á sama tíma í fyrra eða 8,4% á gengi hvors árs. Aukið verðmæti í útflutningi iðnaðaravara skýrir hækkunina að mestu.

Á móti var verðmæti vöruinnflutnings í september í ár 2,2 milljörðum lægra en í september í fyrra, eða 3,4% á gengi hvors árs. Skýrist munurinn aðallega af minni innflutningi á neysluvörum öðrum en mat- og drykkjarvörum.

Í ljósi þess að um bráðabirgðatölur er að ræða gætu niðurstöður breyst eftir endurskoðun í lok mánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK