Nick Clegg til liðs við Facebook

Nick Clegg, fyrrverandi formaður frjálslyndra á Bretlandi.
Nick Clegg, fyrrverandi formaður frjálslyndra á Bretlandi. AFP

Nick Clegg, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Bretlands og fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins þar í landi, hefur verið ráðinn sem yfirmaður samskiptasviðs Facebook.

Kemur ráðningin í kjölfar þess að Facebook hefur undanfarið átt undir högg að sækja vegna ásakana um að fyrirtækið leyfi falskar fréttir á vefsíðu sinni. Þá hafa öryggismál Facebook einnig verið undir smásjánni og hafa ríki víða um heim hótað auknum afskiptum og reglum varðandi starfsemi samskiptamiðilsins.

Samkvæmt Finacial Times mun Clegg flytja í Kísildalinn í Bandaríkjunum, þar sem höfuðstöðvar Facebook eru, í janúar. Mun hann taka við af Elliot Schrage, sem tilkynnti í júní að hann ætlaði að hætta hjá Facebook eftir áratugastarf hjá fyrirtækinu.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir