Alibaba slær öll þekkt netsölumet

Dagur einhleypra á rætur sínar að rekja til Kína, nánar …
Dagur einhleypra á rætur sínar að rekja til Kína, nánar tiltekið til verslunarrisans Alibaba. AFP

„Single´s Day“ hefur tekið við af Valentínusardeginum og gott betur ef marka má sölutölur kínversku netverslunarinnar Alibaba. Sölumet var slegið þegar verslað var fyrir um einn milljarð dollara, eða um 120 milljarða króna. Og það á 85 sekúndum. Netverjum bauðst að kaupa 185.000 vörumerki á kostakjörum í sólarhring og samkvæmt fréttaveitunni Bloomberg var salan meiri en samanlögð sala á „Black Friday“ og „Cyber Monday“.

Það er þó ekki dans á rósum alla daga hjá fyrirtækinu Alibaba því hlutabréf féllu um 16% á árinu og má rekja hluta skýringarinnar til viðskiptastríðsins við Bandaríkin, þar sem tollum hefur verið beitt á innfluttar vörur frá Kína og eru líkur á að tollar muni hækka enn meira. Hér má nálgast frétt BBC um málið.  

Þóranna Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu, ræddi netsölu og nýjustu netsöluæðin hérlendis í síðdegisþættinum hjá Loga og Huldu.

Starfsmenn Alibaba undirbúa flutning pantaðra vara til Vesturlanda.
Starfsmenn Alibaba undirbúa flutning pantaðra vara til Vesturlanda. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka